Umhverfisstefna

Við hjá vonir.is reynum eftir fremsta megni að fara sem umhverfisvænastar leiðir í rekstri okkar og höfum við tekið eftirfarandi skref til að stuðla að umhverfisvænum vinnuháttum:

  • Við prentum alla reikninga á endurunninn pappír
  • Við pökkum vörunum okkar inn í umhverfisvænan, brúnan kraftpappír sem má fara í endurvinnslu og hvetjum við viðskiptavini okkar eindregið til að endurnýta pappírinn eða senda hann í endurvinnslu
  • Við endurnýtum umbúðir og því geta viðskiptavinir búist við því að fá stundum pantanir sendar í umbúðum merktum öðrum fyrirtækjum
  • Við flokkum og sendum í endurvinnslu allt sem við getum ekki endurnýtt sjálf
  • Pappír sem fellur til er notaður í minnismiða
  • Við seljum margnota innkaupapoka úr bómull
  • Við seljum fatnað úr lífrænni bómull
  • Við seljum skartgripi úr endurunnum efnum eða efnum sem hefur verið aflað á umhverfisvænan hátt